Eðlilegt að skoða hvort lögregla þurfi frekari valdbeitingarheimildir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:13 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/Vilhelm Skoða þarf hvort lögregla þurfi á ríkari rannsóknar- og valdbeitingarheimildum að halda, segir Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann telur að fara eigi yfir málið í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“ Lögreglan Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag sagði Birgir eðlilegt að valdbeitingarheimildir lögreglu séu skoðaðar samhliða rannsókn á alvarlegum atburðum. Ákjósanlegt væri að kalla lögreglu- og dómsmálayfirvöld fyrir nefndina. Þannig mætti skoða hvaða breytingar hafi átt sér stað í umhverfi lögreglu á liðnum árum. „Og farið sé yfir hvort lögreglan sé eins og við viljum að hún sé í stakk búin til að bregðast við alvarlegri stöðu og alvarlegum afbrotum,“ sagði Birgir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sagði á Bylgjunni í gær að vopnareglur lögreglu verði teknar fyrir á fundi lögregluráðs sem fram fer á fimmtudaginn. Nokkur umræða hefur verið um aðbúnað lögreglu í kjölfar morðsins sem átti sér stað um síðustu helgi og vangaveltur verið uppi um hvort málið sé merki um aukna hörku í undirheimum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, talaði á öðrum nótum en Birgir á Alþingi í dag. „Hvernig þjóð viljum við vera? Mitt svar er einfalt hvað það varðar um að efla hina almennu lögreglu. Við eigum ekki að stíga þau skref að auka vopnaburð hennar,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna.vísir/Vilhelm Hann benti á að sérsveit lögreglu hafi yfir vopnum að ráða. „Það er sjálfsagt að við ræðum það hvernig lögreglunni, sem sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki, gengur að vinna gegn skipulagðri glæpastarfsemi,“ sagði hann og bætti við að fara mætti í heildstæða skoðun á því hvort einhverju þurfi að breyta. „En við þurfum að ákveða hvernig þjóð við viljum vera. Mín skoðun er sú að við viljum áfram vera þjóð þar sem hin almenna lögregla er ekki vopnum búin.“
Lögreglan Alþingi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira