Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:20 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. vísir/Arnar Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet. Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet.
Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira