Áætlun til að efla íslenskan landbúnað: Möguleikar bænda til að framleiða og selja beint frá býli auknir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2021 11:39 Flestar aðgerðanna eiga að vera komnar í framkvæmd í apríl. Vísir/Vilhelm Í mars verður kynnt til sögunnar átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli. Markmiðið er að gefa bændum kost á að styrkja verðmætasköpun og afkomu fyrir næstu sláturtíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í morgun. Fyrrnefndu átaki er ætlað að stuðla að frekari fullvinnslu og vöruþróun, og varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. „Tilgangurinn er að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd er tryggt. Samhliða verður starfsumhverfi smáframleiðenda matvæla tekið til skoðunar með það að markmiði að draga fram möguleika til einföldunar regluverks sem gildir um starfsemina,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaðarstefna og mælaborð kynnt á vormánuðum Aðgerðirnar sem ráðherra kynnti í morgun eru tólf og eiga tíu að vera komnar til framkvæmda 15. apríl næstkomandi. Umsjón með verkefninu hefur Sigurður Eyþórsson. „Tilgangur aðgerðanna er að skapa öfluga viðspyrnu fyrir íslenskan landbúnað og auðvelda honum að nýta tækifæri framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Dæmi um aðrar aðgerðir eru 970 milljóna króna framlag til að draga úr skaðlegum áhrifum Covid-19 á bændur. Þá mun tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland liggja fyrir á vormánuðum og fyrsta útgáfa nýs mælaborðs fyrir landbúnaðinn birtast í mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um aðgerðaáætlunina má finna hér. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í morgun. Fyrrnefndu átaki er ætlað að stuðla að frekari fullvinnslu og vöruþróun, og varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. „Tilgangurinn er að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd er tryggt. Samhliða verður starfsumhverfi smáframleiðenda matvæla tekið til skoðunar með það að markmiði að draga fram möguleika til einföldunar regluverks sem gildir um starfsemina,“ segir í tilkynningunni. Landbúnaðarstefna og mælaborð kynnt á vormánuðum Aðgerðirnar sem ráðherra kynnti í morgun eru tólf og eiga tíu að vera komnar til framkvæmda 15. apríl næstkomandi. Umsjón með verkefninu hefur Sigurður Eyþórsson. „Tilgangur aðgerðanna er að skapa öfluga viðspyrnu fyrir íslenskan landbúnað og auðvelda honum að nýta tækifæri framtíðarinnar,“ segir í tilkynningunni frá ráðuneytinu. Dæmi um aðrar aðgerðir eru 970 milljóna króna framlag til að draga úr skaðlegum áhrifum Covid-19 á bændur. Þá mun tillaga að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland liggja fyrir á vormánuðum og fyrsta útgáfa nýs mælaborðs fyrir landbúnaðinn birtast í mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um aðgerðaáætlunina má finna hér.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira