Afhentu 45 þúsund undirskriftir til stuðnings Uhunoma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 11:42 Ívar Pétur Kjartansson vinur Uhunoma afhendir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur undirskriftalistann fyrir utan ráðherrabústaðinn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/vilhelm Vinir nígeríska hælisleitandans Uhunoma Osayomore, sem til stendur að vísa úr landi, afhentu dómsmálaráðherra yfir 45 þúsund undirskriftir í morgun, þar sem biðlað er til stjórnvalda að veita honum hæli. Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Uhunoma lagði á flótta frá Nígeríu á barnsaldri og kom hingað til lands í október 2019. Hann segist þolandi mansals og kynferðisofbeldis og glímir auk þess við alvarleg andleg veikindi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi. Efnt var til undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að stjórnvöld veittu Uhunoma alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Alls söfnuðust 45.744 undirskriftir. „Það sýnir að íslenska þjóðin taki mjög skýra afstöðu og sendi skýr skilaboð til stjórnvalda og það eru margir sem vilja að Uhonoma fái að vera hérna,“ sagði Tómas Manoury, vinur Uhunoma, í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Ívar Pétur Kjartansson og Tómas Manoury, vinir Uhunoma.Vísir/vilhelm Ívar Pétur Kjartansson, annar vinur Uhunoma, sagði að fyrirhuguð brottvísun Uhunoma væri sér mjög þungbær. „Á persónulegu „leveli“ finnst mér hún [ákvörðun stjórnvalda] hræðileg og sorgleg. Uhunoma er vinur minn og ég vil ekki missa hann úr mínu lífi.“ Þá sagði Tómas að Uhunoma væri miður sín vegna málsins. „Þessi staða eins og hann er í núna fer mjög illa í hann. Hann er bara hræddur og finnur fyrir miklu óréttlæti þannig að við erum að reyna að styðja í gegnum þetta. Og gerum allt sem við getum til að hann fái að vera hérna.“ Hér fyrir neðan má sjá þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók við undirskriftunum 45 þúsund fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10 Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01 Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Uhunoma Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi. 9. febrúar 2021 17:10
Í áfalli allan gærdaginn eftir að reynt var að vísa fóstursyninum úr landi Ungur Nígeríumaður sem til stendur að vísa úr landi óttast um öryggi sitt í heimalandinu eftir að hafa sætt mansali og kynferðisofbeldi. Hann hefur eignast fjölskyldu og góða vini á Íslandi sem bíða nú milli vonar og ótta eftir endanlegri niðurstöðu í máli hans. Sjálfskipuð fósturmóðir hans segist hafa verið í áfalli allan gærdaginn eftir að lögregla bankaði upp á til að vísa honum úr landi. 5. febrúar 2021 20:01
Andlega veikum þolanda mansals vísað úr landi: „Þetta er óforsvaranlegt og rangt mat“ Kærunefnd Útlendingamála hefur synjað andlega veikum þolanda mansals um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Lögmaður mannsins segir málið eitt margra mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis er synjað um vernd hér á landi. 4. febrúar 2021 19:05