Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 14:32 Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúa Seyðisfjarðar hafa brugðist við ástandinu í bænum af fádæma æðruleysi. Hann á ekki von á að öryggistilfinning bæjarbúa komi fyrr en nýtt hættumat liggi fyrir. Vísir/Egill Aðalsteinsson/ Vilhelm Gunnarsson Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23