Innlent

Ó­vissu­stig vegna ofan­flóða­hættu á Austur­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem varð eftir skriðuföllin í desember.
Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem varð eftir skriðuföllin í desember. Vísir/Egill

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn.

Vaxandi úrkomu er spáð frá og með kvöldinu í kvöld, rigningu eða slyddu og gæti snjóað á fjöllum. Hlýna ætti á morgun og gæti rignt í fjöllum. Þá verður talsverður vindur, 13-18 m/s.

Uppsafnaðri úrkomu er spáð á bilinu 100-200 mm. Talsverður snjór er sums staðar í fjöllum og segir á vef lögreglunnar á Austurlandi að við þessar aðstæður gætu vot snjóflóð eða jafnvel krapaflóð eða skriður fallið þegar líður á.

Fylgst verður með aðstæðum og þær metnar betur á morgun, sunnudag, og verður sérstaklega fylgst með því hvort grípa þurfi til ráðstafana á Seyðisfirði og fleiri stöðum þar sem aurskriður féllu í desember.

Samkvæmt veðurspá á að draga hratt úr úrkomu á aðfaranótt mánudags.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.