Innlent

Kofinn enn ófeðraður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kofinn hefur farið ansi illa við það að falla af kerrunni eða pallinum.
Kofinn hefur farið ansi illa við það að falla af kerrunni eða pallinum. Lögreglan

Timburkofi sem fannst brotinn á Suðurstrandarvegi rétt vestan við Hlíðarvatn að mánudagskvöldið 8. febrúar er enn ófeðraður að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að kofinn hafi fallið af flutningabíl umrætt kvöld.

Fram kom í nokkuð kómískri færslu lögreglu 9. febrúar að líklegt megi telja að kofinn hafi verið í betra ástandi skömmu áður en hann lenti á veginum, líklega á palli eða kerru.

Lögreglan leitar enn að eiganda kofans og biður þann sem kannast við að hafa tapað kofanum eða hefur vitneskju um hver á kofann um að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi, annað hvort á Facebook eða í síma 444-2000.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.