Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars sagt frá manndrápinu í Rauðagerði í Reykjavík í gærkvöldi og komu tveggja Boeing 737 MAX-þota Icelandair til Keflavíkur frá Spáni í dag.

Fréttamaður ræddi við flugstjóra annarrar vélarinnar á Keflavíkurflugvelli sem segir endurkomu vélanna gefa von um nýja og betri tíma fyrir Icelandair. 

Þá segjum við frá niðurstöðum réttarhalda öldungadeildar Bandaríkjaþings í máli Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 

Einnig verður rætt við 75 ára hestakonu í Þorlákshöfn sem kveðst ekki fara út í hesthús eða á hestbak nema vera með varalit. Alger staðalbúnaður, segir hún. 

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.