Fótbolti

Bæjarar segjast búnir að ná samkomulagi um Upamecano

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano. vísir/getty

Allt bendir til þess að franski varnarmaðurinn Dayot Upamecano gangi í raðir þýska stórveldisins Bayern Munchen í sumar.

Sögusagnir þess efnis hafa orðið æ háværari undanfarnar vikur og nú hefur Hasan Salihamidzic, fyrrum leikmaður og nú íþróttastjóri Bayern Munchen, staðfest tíðindin.

„Ég get staðfest það að félögin hafa náð samkomulagi og við hjá FC Bayern erum mjög ánægðir með það,“ er haft eftir Salihamidzic í þýska fjölmiðlinum Bild.

„Við höfum átt mjög góðar, kraftmiklar og faglegar viðræður við Dayot og umboðsmann hans, Volker Struth, í nokkra mánuði og við vissum að samkeppnin um hann var hörð,“ segir Salihamidzic.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa nær öll stærstu lið Englands falast eftir kröftum Upamecano, sem leikur fyrir RB Leipzig, en nú þykir orðið ljóst að þessi 22 ára gamli franski miðvörður mun færa sig um set innan Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×