Erlent

Talsmaður Biden víkur í viku fyrir hótanir í garð blaðakonu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Palmeri hugðist skrifa um samband Ducklo við blaðamann Axios.
Palmeri hugðist skrifa um samband Ducklo við blaðamann Axios. epa/Chris Kleponis

Einn talsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna áreitni í garð blaðamanns. TJ Ducklo er sakaður um að hafa ógnað Töru Palmeri, blaðamanni Politico, þegar hann komst að því að hún væri að rannsaka samband Ducklo við annan blaðamann.

Jen Pskai, fjölmiðlafulltrúi Biden, greindi frá því í gær að Ducklo, sem er aðstoðarmaður hennar, hefði beðið Palmeri afsökunar.

Það var Vanity Fair sem greindi frá hótunum Ducklo í garð Pameri, sem er sagður hafa hringt í og sagst myndu „tortíma“ henni. Þá ku hann hafa látið falla lítilsvirðandi ummæli um blaðakonuna og sýnt af sér kvenfyrirlitningu.

Ducklo var vikið frá störfum í viku án launa en margir hafa gagnrýnt að ekki hafi verið gripið til harðari aðgerða, ekki síst þar sem Biden hefur áður sagt að hann muni láta þá fjúka á staðnum sem gerast sekir um að tala illa um kollega sína.

Jake Tapper, sjónvarpsmaður hjá CNN, velti því meðal annars upp á Twitter hvort sama ætti ekki að eiga við um þá starfsmenn stjórnarinnar sem koma illa fram við blaðamenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×