Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Allir fjórir greindust í einkennasýnatöku og voru þeir allir í sóttkví við greiningu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að einstaklingur hafi greinst smitaður á landamærum. Hann hafi svo farið á heimili og hans nánasta fólks smitast út frá honum.
Sex greindust við landamæraskimun. Þrír reyndust vera með virkt smit í seinni sýnatöku og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá hinum þremur.

Nýgengi innanlandssmita er 2,5 og nýgengi landamærasmita 5,7. Nítján eru í sóttkví miðað við þrettán manns í gær. Þá eru 26 í einangrun en voru 21 í gær. 718 eru í skimunarsóttkví.
Ellefu eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 en frá því var greint í gær að enginn lægi þar inni með virkt smit.
Alls voru tekin 566 einkennasýni, 380 sýni við landamæraskimun og fjögur sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun.
Fréttin hefur verið uppfærð.