Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 18:13 Kim Kardashian hefur komið af stað tískubylgju. instagram Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, eða Brazilian butt lift, eins og þær eru kallaðar erlendis, eru framkvæmdar þannig að fitu úr öðrum líkamshlutum er sprautað í rasskinnarnar í von um að stækka hann án þess að púðum sé komið fyrir. Guðmundur Már Stefánsson, lýtalæknir á Domus Medica, segir í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að fyrirspurnum um slíkar aðgerðir hafi fjölgað gífurlega á undanförnum árum. „Ég get ekki neitað því að síðustu ár þá hafa verið vaxandi fyrirspurnir um svona aðgerðir, rúmmálsaukandi aðgerðir á rasskinnum, stækkun á rasskinnum. Það hefur fjölgað fyrirspurnum en þetta er nú ekki stór hluti af okkar viðfangsefnum, alla vega ekki enn þá,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir það stundum ekki duga og þá þurfi stundum að setja sílíkonpúða með ef rasskinnarnar eru mjög rýrar. „Til dæmis eftir mikla megrun eða með vaxandi aldri, við vitum það að með vaxandi aldri rýrna hlutirnir. Þá þarf stundum að gera samtvinnaðar aðgerðir, bæði setja sílíkonfyllingar og fitu. Brazilian butt lift er hins vegar nafn á aðgerð þar sem einungis er flutt fita,“ segir Guðmundur. Hann segir brasilíska rasslyftingu áhættuminni og einfaldari aðgerð en þegar þurfi að setja sílíkonpúða með. Fleiri aukaverkanir fylgi sílíkonpúðunum en hann segir þó ekki mega gleyma því að öllum svona aðgerðum fylgir áhætta. „Helstu áhætturnar við svona aðgerðir eru blæðingar, mar, sýkingar en það er þekkt að það geta orðið alvarlegar aukaverkanir eftir svona aðgerðir í örfáum tilfellum,“ segir Guðmundur. Það séu hins vegar ekki nema 0,3 prósent svona aðgerða sem leiði til alvarlegra aukaverkana en þær geti verið blóðtappi í lungum og hugsanlega dauði. Hann segir svona aðgerðir enn sjaldgæfar hér á Íslandi en þær hafi þó verið gerðar hér á landi. Helst séu það yngri lýtalæknar sem hafi lagt í slíkar aðgerðir. Hann segir mikilvægt að hafa það í huga að eftir brasilíska rasslyftingu geti allt að 40 prósent fitunnar sem sprautað er í rassin eyðst. „Hún lifir bara ekki af og deyr. Það þarf oft að endurtaka þessa aðgerð þó ekki með mjög miklu magni eftir eitt eða tvö ár,“ segir Guðmundur.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira