Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 16:55 Helgi Pétursson ætlar sér í formanninn þrátt fyrir engar áskoranir. Fólkið í kringum hann tekur tíðindunum vel. Aðsend Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira