Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 16:55 Helgi Pétursson ætlar sér í formanninn þrátt fyrir engar áskoranir. Fólkið í kringum hann tekur tíðindunum vel. Aðsend Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu. Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Helgi greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu til fjölmiðla. „Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja,“ segir Helgi sem margir þekkja úr hljómsveitinni Ríó Tríó. „Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf. Fram til sigurs!“ Þórunn Sveinbjörnsdóttir, sem lýkur fjögurra ára formennsku í ár, segir að hennar vertíð ljúki lögum samkvæmt í ár. Fjögurra ára hámark er í formannssetu hjá samtökunum. Þórunn hafði ekki frétt af framboði Helga og engin önnur framboð hafi borist. Helgi segir í tilkynningu vonast til að aðalfundur verði haldinn á vormánuðum og Þórunn segir Covid-19 faraldurinn ráða því. Reikna megi með 120 manns á fundinn en auk þess þurfa félögin í landinu, sem eru 55 talsins, líka að halda sína aðalfundi. Um þrjátíu þúsund manns tilheyra samtökunum. Fundurinn í fyrra fór fram 30. júní á Hótel Sögu en tímasetningin var einmitt valin með tilliti til ástandsins í samfélaginu.
Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira