Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 15:55 Aðeins tók klukkustund að bólusetja 400 manna hópinn í gær. Vísir/Vilhelm Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. „Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“ Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“
Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira