Innlent

Bein útsending: Fjárfestingar Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka til máls á fundinum.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka til máls á fundinum. Vísir/Vilhelm

Kynningarfundur um Græna planið og fjárfestingu Reykjavíkur og fyrirtækja borgarinnar fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgunsárið. Fundurinn hefst klukkan 9 og er gert ráð fyrir að hann standi í hálfa aðra klukkustund. Fundinum er streymt hér að neðan.

„Nota á kraftinn sem liggur í fjárfestingum til að skapa viðspyrnu á erfiðum tímum. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar er að skapa borgarsamfélag sem einkennist af heilnæmu umhverfi, jöfnum tækifærum og öflugu atvinnulífi sem gengur ekki á náttúruauðlindir. Kynnt verða lykilverkefni í fjárfestingum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Dagskrá:

•Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Fjárfestingaráætlun Reykjavíkur

•Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri: Fjárfestingar Orku náttúrunnar

•Katrín Karlsdóttir, teymisstjóri verkefnastjóra: Fjárfestingar Veitna

•Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri: Fjárfestingar Félagsbústaða

•Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri: Fjárfestingar Betri samgangna á næstu árum

•Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri: Fjárfestingar Faxaflóahafna

•Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs: Atvinnustefna Reykjavíkur

Fundarstjóri: Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×