„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 20:58 Már Gunnarsson og Lubbi. Lubbi er í þjálfun sem leiðsöguhundur. Vísir/Egill Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021 Dýr Félagsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021
Dýr Félagsmál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira