„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 20:58 Már Gunnarsson og Lubbi. Lubbi er í þjálfun sem leiðsöguhundur. Vísir/Egill Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021 Dýr Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021
Dýr Félagsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira