„El Loco“ í þrítugasta félagið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:01 Sebastian Abreu fagnar hér eftir að hafa skorað úr vítinu sem kom Úrúgvæ í undanúrslit á HM í Suður-Afríku árið 2010. Getty/Dominic Barnardt Gamli úrúgvæski landsliðsmaðurinn Sebastian „El Loco“ Abreu er ekki tilbúinn að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco. Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco.
Fótbolti Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira