„El Loco“ í þrítugasta félagið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 13:01 Sebastian Abreu fagnar hér eftir að hafa skorað úr vítinu sem kom Úrúgvæ í undanúrslit á HM í Suður-Afríku árið 2010. Getty/Dominic Barnardt Gamli úrúgvæski landsliðsmaðurinn Sebastian „El Loco“ Abreu er ekki tilbúinn að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco. Fótbolti Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Sebastian Abreu var í gær kynntur sem nýr leikmaður hjá brasilíska félaginu Athletic Club. Með því nær kappinn því takmarki að spila með þrítugasta félaginu sínu á ferlinum. Abreu er orðinn 44 ára gamall og spilar sem framherji en fyrsti leikurinn var með Defensor Sporting í Úrúgvæ árið 1994. We have a record breaker! Uruguayan legend Sebastian Abreu, 44, has just signed for his 30th professional club pic.twitter.com/4GsxPOO1Xc— RegistaTV (@Regista_TV) February 9, 2021 Hann er búinn að eiga sæti í Heimsmetabók Guinness í fögur ár eða síðan að hann samdi við 26. félagið sitt árið 2017. Abreu skipti þá yfir í lið Audax Italiano í Síle. Sebastian hafði ekki spilað síðan á síðasta ári en hann lék þá með Boston River í heimalandi sínu. „Þeir vildu fá mig á síðasta ári en þá gekk það ekki upp. Þegar félagið komst svo upp í fyrsta sinn í 51 ár og var að fara að spila í fyrstu deildinni í fylkinu þá hringdu þeir aftur í mig og vildu semja við mig. Þegar ég sé fólk sem hefur eins mikla trú á mér og ég sjálfur þá er ég til að koma,“ sagði Sebastian Abreu. Sebastian Abreu extends his own record and joins the 30th club of his career https://t.co/7ZJchDS2Vk— Planet Fútbol (@si_soccer) February 9, 2021 Abreu hefur gælunafnið „El Loco“ eða geðsjúklingurinn. Hann fór með landsliði Úrúgvæ á tvö heimsmeistaramót og hjálpaði landsliðinu að verða Suðurameríkumeistari árið 2011. Alls skoraði Sebastian Abreu 26 mörk í 70 landsleikjum á ferlinum en hann skoraði líka úr sigurvítinu í vítakeppni á móti Gana á HM 2010 sem kom Úrúgvæ í undanúrslit keppninnar. Abreu hefur spilað í ellefu mismunandi löndum á ferlinum en þau eru Úrúgvæ, Argentína, Spánn, Brasilía, Mexíkó, Ísrael, Grikkland, Paragvæ, Ekvador, Síle og El Salvador. Abreu hefur farið mikið til Brasilíu en þetta verður hans fimmta brasilíska félag á ferlinum. Hann hafði áður spilað með Botafogo, Figueirense, Bangu og Rio Branco.
Fótbolti Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira