Innlent

Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan

Heimir Már Pétursson skrifar

Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður.

Útgerðir landsins greiddu samanlagt 4,8 milljarða í veiðigjöld í fyrra, 6,6 milljarða árið 2019 og 11,3 milljlarða árið 2018. Í samantekt Fiskistofu kemur fram að gjaldendur hafi verið 934 í fyrra. Flestir yfir sumartíman vegna strandveiða þegar þeir hafi verið á bilinu sjö til átta hundruð.

Sextán stærstu útgerðirnar greiddu samanlagt mest eða þrjá milljarða í fyrra. Brim hf. greiddi mest eða 367 milljónir, Samherji Ísland hf. 281 milljón, Þorbjörn hf. 250 milljónir, FISK-Seafood ehf 231 milljón og Skinney-Þinganes 197 milljónir.

Útgerðir í Reykjavík greiddu samanlagt 680 milljónir, þar á eftir útgerðir í Vestmannaeyjum 550 milljónir, Grindavík 530 milljónir, á Akureyri 400 milljónir og Sauðárkróki 240 milljónir.

Í samantekt Fiskistofu kemur fram að togaraflotinn stórð undir tæplega 2,3 milljörðum veiðigjaldanna í fyrra og aflamarksskip 1,8 milljörðum. Krókabátar og aðrir smábátar greiði um 700 milljónir króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×