Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 15:30 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 í morgun en engin ummerki fundust um þremenningana. Leitað var í allt að sjö þúsund metra hæð en skyggni var lélegt og fjallstoppurinn, sem er í rúmlega átta þúsund metra hæð, hulinn skýjum. Fjölskylda Johns Snorra sagðist í yfirlýsingu í dag vonlítil um að John Snorri og samferðamenn hans væru á lífi. Hugur fjölskyldunnar væri hjá þremenningunum og þá færði hún pakistönskum og íslenskum stjórnvöldum kærar þakkir fyrir aðstoð við leitina. Framhaldið skýrist í kvöld Ashgar Ali Porik er eigandi ferðaskrifstofunnar Jasmine Tours, sem skipulagði leiðangur John Snorra og samferðamanna hans Ali Sadpara og Sajid Sadpara, og er jafnframt einn skipuleggjenda leitarinnar að þremenningunum. Myrkur er nú skollið á í Pakistan og leit hætt í dag. Ashgar segir í samtali við fréttastofu nú síðdegis að íslenskum tíma að enn sé ekki komið á hreint hvort þyrlur verði boðaðar til leitar á ný á morgun. „Við erum enn í sambandi við stjórnvöld og ef það verður leit þá láta þau okkur vita í kvöld, kannski eftir tvo, þrjá klukkutíma,“ segir Ashgar. Viðkunnanlegur og hógvær maður Ashgar kom John Snorra í samband við Ali og Sajid en sá fyrrnefndi er einn farsælasti fjallagarpur Pakistan. „Við áttum í löngum viðræðum, um fimm til sex mánaða löngum, og svo kom hann [John Snorri] loks. Hann var mjög viðkunnanlegur og hógvær maður og ég ber virðingu fyrir honum,“ segir Ashgar í samtali við fréttastofu. „[John Snorri] var mjög spenntur og til í slaginn vegna þess að þegar hann kom í fyrra fékk hann ekki góða þjónustu,“ segir Ashgar. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Vonast eftir kraftaverki Ali Sadpara á langan feril að baki á fjöllum. Hann var í leiðangrinum sem náði fyrst á topp fjallsins Nanga Parbat í Pakistan að vetri til og þá hefur hann klifið átta af þeim fjórtán tindum heims sem eru hærri en átta þúsund metrar. Ashgar segir hann þann allra besta í faginu í Pakistan. „Þetta er mjög erfitt fyrir alla í Pakistan og ég hef ekkert getað sofið síðustu tvo daga eftir að þetta gerðist. Við erum að reyna okkar besta, ríkisstjórnin er að hjálpa okkur eins og hún getur. Forsætisráðherrann hringdi í okkur. Þannig að allir hafa tekið þátt. Ég hef aldrei á ævinni tekið þátt í svona löngum björgunarleiðangri. Við erum enn vongóð og vonumst eftir kraftaverki, að við finnum hann á lífi,“ segir Ashgar. Hann segir alla nema leitarteymið hafa yfirgefið grunnbúðirnar á K2. Sjerparnir sem þar voru hafi haldið heim í dag. „Þrír starfsmenn mínir eru enn í grunnbúðunum og eru að bíða eftir kraftaverki. Við munum ekki loka grunnbúðum okkar í fimm, sex daga. Við munum bíða eftir því að hann birtist.“ Frændur bjóða fram krafta sína Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem unnið hefur að kvikmynd um leiðangur Ali og John Snorra – og hefur jafnframt tekið þátt í leitinni, sagði frá því á Instagram-reikningi sínum í dag að frændur Ali, Imtiaz Hussain og Akbar Ali, hefðu einnig boðið fram krafta sína. Þeir hafi hjálpað Sajid Sadpara, fjallagarpi og syni Ali, niður fjallið eftir að hann þurfti frá að hverfa frá leiðangrinum aðfaranótt föstudags eftir að hafa lent í vandræðum með súrefniskút. Sajid sagði í yfirlýsingu um helgina að hann teldi að faðir sinn og John Snorri hefðu lent í slysi á leiðinni niður fjallið. View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Ashgar segir að hann hafi beðið þá Imtiaz og Ali að koma niður í grunnbúðirnar í dag en Saikaly sagði í færslu sinni að þeir hygðust halda áfram upp fjallið í von um að finna ummerki um þremenningana sem leitað er. Ashgar segir leit úr lofti mikilvægasta; hægt sé að senda göngumenn upp fjallið ef vísbendingar finnist úr lofti. „Þetta er stórt fjall og hættulegur leiðangur. Svo við vildum ekki leggja fleiri líf í hættu,“ segir Ashgar. Íslendingar erlendis Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Tvær herþyrlur lögðu af stað til leitar á K2 í morgun en engin ummerki fundust um þremenningana. Leitað var í allt að sjö þúsund metra hæð en skyggni var lélegt og fjallstoppurinn, sem er í rúmlega átta þúsund metra hæð, hulinn skýjum. Fjölskylda Johns Snorra sagðist í yfirlýsingu í dag vonlítil um að John Snorri og samferðamenn hans væru á lífi. Hugur fjölskyldunnar væri hjá þremenningunum og þá færði hún pakistönskum og íslenskum stjórnvöldum kærar þakkir fyrir aðstoð við leitina. Framhaldið skýrist í kvöld Ashgar Ali Porik er eigandi ferðaskrifstofunnar Jasmine Tours, sem skipulagði leiðangur John Snorra og samferðamanna hans Ali Sadpara og Sajid Sadpara, og er jafnframt einn skipuleggjenda leitarinnar að þremenningunum. Myrkur er nú skollið á í Pakistan og leit hætt í dag. Ashgar segir í samtali við fréttastofu nú síðdegis að íslenskum tíma að enn sé ekki komið á hreint hvort þyrlur verði boðaðar til leitar á ný á morgun. „Við erum enn í sambandi við stjórnvöld og ef það verður leit þá láta þau okkur vita í kvöld, kannski eftir tvo, þrjá klukkutíma,“ segir Ashgar. Viðkunnanlegur og hógvær maður Ashgar kom John Snorra í samband við Ali og Sajid en sá fyrrnefndi er einn farsælasti fjallagarpur Pakistan. „Við áttum í löngum viðræðum, um fimm til sex mánaða löngum, og svo kom hann [John Snorri] loks. Hann var mjög viðkunnanlegur og hógvær maður og ég ber virðingu fyrir honum,“ segir Ashgar í samtali við fréttastofu. „[John Snorri] var mjög spenntur og til í slaginn vegna þess að þegar hann kom í fyrra fékk hann ekki góða þjónustu,“ segir Ashgar. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Vonast eftir kraftaverki Ali Sadpara á langan feril að baki á fjöllum. Hann var í leiðangrinum sem náði fyrst á topp fjallsins Nanga Parbat í Pakistan að vetri til og þá hefur hann klifið átta af þeim fjórtán tindum heims sem eru hærri en átta þúsund metrar. Ashgar segir hann þann allra besta í faginu í Pakistan. „Þetta er mjög erfitt fyrir alla í Pakistan og ég hef ekkert getað sofið síðustu tvo daga eftir að þetta gerðist. Við erum að reyna okkar besta, ríkisstjórnin er að hjálpa okkur eins og hún getur. Forsætisráðherrann hringdi í okkur. Þannig að allir hafa tekið þátt. Ég hef aldrei á ævinni tekið þátt í svona löngum björgunarleiðangri. Við erum enn vongóð og vonumst eftir kraftaverki, að við finnum hann á lífi,“ segir Ashgar. Hann segir alla nema leitarteymið hafa yfirgefið grunnbúðirnar á K2. Sjerparnir sem þar voru hafi haldið heim í dag. „Þrír starfsmenn mínir eru enn í grunnbúðunum og eru að bíða eftir kraftaverki. Við munum ekki loka grunnbúðum okkar í fimm, sex daga. Við munum bíða eftir því að hann birtist.“ Frændur bjóða fram krafta sína Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem unnið hefur að kvikmynd um leiðangur Ali og John Snorra – og hefur jafnframt tekið þátt í leitinni, sagði frá því á Instagram-reikningi sínum í dag að frændur Ali, Imtiaz Hussain og Akbar Ali, hefðu einnig boðið fram krafta sína. Þeir hafi hjálpað Sajid Sadpara, fjallagarpi og syni Ali, niður fjallið eftir að hann þurfti frá að hverfa frá leiðangrinum aðfaranótt föstudags eftir að hafa lent í vandræðum með súrefniskút. Sajid sagði í yfirlýsingu um helgina að hann teldi að faðir sinn og John Snorri hefðu lent í slysi á leiðinni niður fjallið. View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) Ashgar segir að hann hafi beðið þá Imtiaz og Ali að koma niður í grunnbúðirnar í dag en Saikaly sagði í færslu sinni að þeir hygðust halda áfram upp fjallið í von um að finna ummerki um þremenningana sem leitað er. Ashgar segir leit úr lofti mikilvægasta; hægt sé að senda göngumenn upp fjallið ef vísbendingar finnist úr lofti. „Þetta er stórt fjall og hættulegur leiðangur. Svo við vildum ekki leggja fleiri líf í hættu,“ segir Ashgar.
Íslendingar erlendis Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Tengdar fréttir Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 „Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
„Vonin hefur dvínað“ Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. 7. febrúar 2021 22:04
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55