Áströlsk fréttakona sögð hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 11:40 Cheng Lei (t.h.) hefur nú verið ákærð fyrir að hafa ljóstrað upp kínverskum ríkisleyndarmálum. Getty/David Fitzgerald Ástralski fréttamaðurinn Cheng Lei hefur formlega verið ákærð í Kína eftir marga mánuði í haldi lögregluyfirvalda. Henni er gert það að sök að hafa sagt erlendum aðilum frá kínverskum ríkisleyndarmálum. Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi. Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Áður en Cheng var sett í gæsluvarðhald hafði hún starfað sem fréttamaður á fréttastofu CGTN, sem er ríkisrekin fréttamiðstöð í Kína sem flytur fréttir á ensku. Cheng var færð í varðhald í ágúst síðastliðnum en var ekki formlega ákærð fyrir meinta glæpi fyrr en á föstudaginn síðastliðinn samkvæmt upplýsingum frá áströlskum yfirvöldum. Cheng fæddist í Kína en fluttist sem barn til Ástralíu ásamt foreldrum sínum. Cheng er 49 ára gömul og tveggja barna móðir en krakkarnir hennar tveir, níu og ellefu ára, voru í heimsókn hjá ömmu sinni og afa í Ástralíu þegar Cheng var handtekin í ágúst og þau hafa svo verið þar síðan. Á blaðamannafundi í dag sagði Wang Wenbin, talsmaður kínverskra yfirvalda, að hann vonist til þess að Ástralía muni ekki „skipta sér af því hvernig Kína tekst á við málið.“ Áströlsk yfirvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum yfir aðstæðum Cheng í gæsluvarðhaldinu. Cheng hefur undanfarin ár starfað fyrir CGTN í Peking en flestir fjölskyldumeðlimir hennar eru búsettir í Ástralíu. Cheng hvarf skyndilega af sjónvarpsskjánum í ágúst síðastliðnum og náðu hvorki ættingjar hennar né vinir sambandi við hana. Þá fjarlægði CGNT allar upplýsingar um Cheng af vefsíðu sinni. Eftir nokkurn tíma greindu kínversk yfirvöld frá því að henni væri haldið í gæsluvarðhaldi í þágu þjóðaröryggis. Fjölskyldu hennar var ekki greint frá því hvers vegna henni væri haldið. Samkvæmt fjölskyldu Cheng hefur hún ítrekað verið yfirheyrð og henni sé haldið í fangaklefa á óþekktum stað. Þá viti þau til þess að heilsa hennar hafi farið hrakandi.
Kína Ástralía Tengdar fréttir Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Telja ástralska fréttakonu „ógna þjóðaröryggi“ Kína Stjórnvöld í Beijing halda því fram að Cheng Lei, áströlsk fréttakona, sem þau hafa haldið um margra vikna skeið sé grunuð um glæpi sem ógni þjóðaröryggi Kína. 8. september 2020 11:13