Framleiðendur kosningavéla stefna á fleiri lögsóknir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 14:11 Kröfur Dominion snúa að nokkrum samfélagsmiðlum og efnisveitum. GettyMuhammed Selim Korkutata Forsvarsmenn fyrirtækisins Dominion Voting Systems, sem framleiðir kosningavélar sem notaðar eru víða í Bandaríkjunum, hafa farið fram á það að færslur og myndbönd þar sem talað var um fyrirtækið á Facebook, YouTube, Twitter og Parler verði varðveittar af starfsmönnum fyrirtækjanna sem gera þessa miðla út. Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Jafnvel þó færslurnar og myndböndin hafi verið fjarlægðar af miðlunum sem um ræðir. Í kröfubréfum frá lögmönnum Dominion segir að færslurnar séu mikilvægar varðandi meiðyrðamál fyrirtækisins varðandi ásakanir um kosningasvindl sem snýr að kosningavélum fyrirtækisins. Banda- og stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa haldið því fram að kosningavélar Dominion hafi verið notaðar til umfangsmikils kosningasvindls sem hafi kostað forsetann fyrrverandi sigur í kosningunum í nóvember. Því hefur jafnvel verið haldið fram að um alþjóðlegt samsæri kommúnista væri að ræða. Sjá einnig: „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Dominion hefur höfðað meiðyrðamál gegn bæði Sydney Powell, sem var í lögfræðiteymi Trumps, og Rudy Giuliani, einkalögmanni Trumps, og krafið þau um meira en milljarð dala hvort. Vert er að benda á að engar sannanir um þetta meinta samsæri hafa litið dagsins ljós. Í frétt Washington Post segir að nýja kröfur Dominion snúi meðal annars að færslum og myndböndum frá Dan Bongino, sem er áhrifamikill hægri sinnaður útvarpsmaður og álitsgjafi, Maríu Bartiromo þáttastjórnanda Fox News, Mike Lindell umdeildum forstjóra MyPillow og Sydney Powell. Sömuleiðis snúa kröfurnar að Fox, One America News Network, Newsmax og Donald Trump á Twitter. Í kröfubréfunum kemur fram að fyrirtækið muni kæra fleiri aðila á næstunni. Starfsmenn Facebook, Twitter og YouTube hafa fjarlægt fjölda færsla og myndbanda sem brjóta gegn skilmálum miðlanna um kosningatengdar rangfærslur frá því í nóvember en það hefur skilað misgóðum árangri. Parler er í raun ekki lengur á netinu eftir að Amazon, Apple og Google hættu að þjónusta miðilinn vegna brot á skilmálum fyrirtækjanna varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þáttastjórnandinn gekk á brott Mike Lindell, sem hefur ítrekað borið fram ásakanir um kosningasvik, var í vikunni í viðtalið í beinni útsendingu hjá Newsmax. Þar stóð til að tala um af hverju Twitter hefði lokað á hann og útskúfunarmenningu (e. cancel culture). Lindell vildi þó ekki hætta að staðhæfa að kosningavélar Dominion hefðu verið notaðar til að svindla á Trump og á endanum gekk annar þáttastjórnandinn úr setti. Nýlegar kröfur Dominion snúa bæði að Newsmax og Lindell. Newsmax invites Mike Lindell, who advocated for a coup and spews dangerous conspiracy theories, on air. It didn't go well. pic.twitter.com/6xzSgXlHua— Jason Campbell (@JasonSCampbell) February 2, 2021
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira