Innlent

Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkaði þingmönnum fyrir að hafa sýnt í verki samstöðu og yfirvegun.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra þakkaði þingmönnum fyrir að hafa sýnt í verki samstöðu og yfirvegun. Vísir/vilhelm

Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að með þessu skrefi sé verið að skjóta styrkari lagastoðum undir þær sóttvarnaráðstafanir sem verið sé að beita í faraldrinum. Verið sé að tryggja betur réttindi borgara og skýra með afgerandi hætti þau hugtök og ráðstafanir sem verið er að beita.

„Það er afar mikilvægt hvað alþingi hefur sýnt mikla samstöðu, yfirvegun og málefnalega úrvinnslu í þessu flókna máli,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í dag.

Á upplýsingafundi í dag gerði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, umræddar breytingar á sóttvarnalögum sérstaklega að umtalsefni en hann hvatti þingheim til að samþykkja breytingarnar sem allra fyrst því herða þyrfti takmarkanir á landamærunum.

Sjá nánar: Hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun

Ísland væri á meðal þeirra Evrópuþjóða sem hefðu frjálslegasta fyrirkomulagið á landamærunum. Þórólfur sagðist hafa áhyggjur af stöðunni því veiran gæti sloppið í gegn með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi.


Tengdar fréttir

Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar

Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.