Innlent

Á 135 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 km/klst.
Hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 km/klst. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl í Ártúnsbrekkunni eftir hraðamælingu um klukkan átta í gærkvöldi en ökumaðurinn ók bílnum á 135 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 kílómetrar á klukkustund.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot og skemmdarverk í Kópavogi. Þar hafði verið brotist inn í bílageymslu og síðan inn í bíl sem þar var og bíllinn skemmdur.

Einnig var annar bíll skemmdur sem var í bílastæði fyrir utan húsið. Tilkynnandi sá tvo menn á vettvangi en mennirnir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang.

Þá voru þrjú handtekin í Grafarvogi grunuð um vörslu fíkniefna. Var fólkið vistað í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Auk þess voru nokkrir ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.