Fótbolti

Barcelona á­fram eftir mikla dramatík og PSG á sigur­braut á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Börsungar gátu leyft sér að fagna fimm mörkum í kvöld.
Börsungar gátu leyft sér að fagna fimm mörkum í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Barcelona komst áfram í spænska bikarnum eftir ótrúlegan 5-3 sigur á Granada í spænska bikarnum í kvöld. Á sama tíma komst PSG aftur á sigurbraut í Frakklandi eftir slæmt tap um helgina.

Börsungar voru 2-0 undir allt þangað til á 88. mínútu á útivelli gegn Granada í kvöld. Antoine Griezmann minnkaði þá muninn og í uppbótartíma jafnaði Jordi Alba og tryggði framlengingu.

Aftur skoraði Griezman í framlengingunni en hann skoraði á 100. mínútu. Heimamenn voru ekki hættir og jöfnuðu úr vítaspyrnu á 103. mínútu en fjórða gerði Frenkie de Jong á 108. mínútu. Jorda Alba skoraði fimmta markið á 113. mínútu og Börsungar komnir í undanúrslitin.

PSG vann 3-0 sigur á Nimes í Frakklandi. PSG tapaði fyrir Lorient um helgina en komst aftur á beinu brautina í kvöld. Angel Di Maria kom PSG yfir og Pablo Sarabia skoraði annað markið. 3-0 markið skoraði svo Kylian Mbappe.

PSG er sem stendur í þriðja sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig. Liðið er þremur stigum á eftir toppliði Lille og stigi á eftir Lyon sem er í öðru sætinu. Nimes er á botni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×