Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentum Vísir/Vilhelm Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30
Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48
Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19