Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentum Vísir/Vilhelm Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30
Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48
Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19