Klopp ræddi mögulegt kraftaverk, áföll og aðdáun sína á óvæntum tækifærum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Jürgen Klopp hefur getað brosað aðeins meira í síðustu tveimur leikjum eftir slæmt gengi þar á undan. Leikmenn hans halda þó áfram að meiðast. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðuna á hollenska miðverðinum Virgil van Dijk á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira