Innlent

Fyrr­verandi lög­reglu­maður grunaður um skot­á­rásina á bíl borgar­stjóra

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skotið var á bíl borgastjóra í síðasta mánuði.
Skotið var á bíl borgastjóra í síðasta mánuði. Vísir/Samsett

Maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr byssu á bíl Dags B. Eggertssonar er fyrrverandi lögreglumaður.

Þetta hefur fréttastofa eftir öruggum heimildum, en Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Árið 2003 hlaut maðurinn sem um ræðir fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Hann lauk afplánun árið 2005 en árið 2009 sótti hann um uppreist æru, sem hann fékk árið 2010.

Maðurinn var handtekinn síðastliðinn laugardag og úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags. Gæsluvarðhald yfir honum var svo framlengt í gær og er í gildi til næsta föstudags. Var það framlengt á þeim forsendum að hann teldist hættulegur.

Í dag var greint frá því að málið væri rannsakað sem brot gegn valdstjórninni. Áður hafði verið greint frá því að ekki væri unnt að fella málið undir brot gegn æðstu stjórn ríkisins.

Einn annar maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en honum hefur síðan verið sleppt.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.