Innlent

Gæslu­varð­hald fram­lengt þar sem maðurinn er talinn hættu­legur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra.
Ummerki eftir skotin á bíl borgarstjóra. Vísir/Sigurjón

Gæsluvarðhaldi yfir öðrum manninum, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra og inn um rúður á skrifstofu Samfylkingarinnar, hefur verið framlengt til föstudags.

Mál hans er nú á borði héraðssaksóknara en maðurinn er talinn hættulegur og honum haldið vegna rannsóknarhagsmuna. RÚV greinir frá þessu.

Maðurinn, sem er um sextugt, var handtekinn á laugardag og úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag. Þá var annar maður handtekinn grunaður um aðild að málinu. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en þeir hafa báðir réttarstöðu sakbornings í málinu. Á heimili mannsins sem nú er í gæsluvarðhaldi fannst töluvert magn af skotvopnum.

Samkvæmt frétt RÚV hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Farið hafi verið fram á framlengt varðhald vegna rannsóknarhagsmuna og vegna þess að varðhald er talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Rennur gæsluvarðhaldið út klukkan 16 á föstudag.

Ekki náðist samband við héraðssaksóknara við gerð fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.