Aukin fjárframlög skipti sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja Birgir Olgeirsson skrifar 2. febrúar 2021 19:00 Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Vísir/Arnar Framlög í Ofanflóðasjóð hafa verið aukin um 1,6 milljarða á ári næstu fjögur árin. Starfsmaður sjóðsins segir það skipta sköpum við að hraða uppbyggingu varnarvirkja. Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan: Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira
Framlög til Ofanflóðasjóðs eru áætluð 2,7 milljarðar króna á ári frá 2021 til 2024. Í Kompás kom fram að Íslendingar séu hálfnaðir við að verja byggðir fyrir ofanflóðahættu. Fyrirséð var að verkið myndi ekki klárast fyrr en 2050 en nú á að gefa í. „Þessi aukning sem er að koma á þessu ári er um 1.600 milljónir króna. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að það verði næstu fjögur árin. Það skiptir sköpum við að hraða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru. Ef þetta heldur að verðgildi út áratuginn ætti þetta að klárast, allavega það sem hefur verið fyrirséð,“ segir Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hann er jafnframt starfsmaður Ofanflóðasjóðs. Unnið er að bráðabirgða vörnum meðfram farvegum í suðurhluta Seyðisfjarðar eftir aurskriðurnar. Ummerki eru um forsögulegar aurskriður sem ógna suðurhluta Seyðisfjarðar. Tillögur um mögulegar framtíðarvarnir eiga að liggja fyrir í vor. „Í millitíðinni er verið að efla alla vöktun í hlíðinni og rannsóknir,“ segir Hafsteinn. Möguleikar á styrkingu ofanflóðavarna á Flateyri, fyrir byggðina og höfnina, eru til skoðunar. „Ég á von á að það liggi fyrir tillögur fyrir sumarið um hvaða kostir eru í stöðunni.“ Á þessu ári verður meðal annars unnið að gerð varnargarða á Patreksfirði sem á að ljúka árið 2023 og varnargarða á Neskaupstað sem á að ljúka í ár. Unnið er að hönnun snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði og miðað við að bjóða verkið út í sumar. Áætlaður verktími er fjögur ár. Á Eskifirði er verið að reisa krapaflóðvarnir við Lambeyrará og áæltað að því ljúki árið 2022. Á Siglufirði er fyrirhugað að reisa upptaksstoðvirki og á þeirri vinnu að ljúka á fjórum árum. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um ofanflóð og varnir við þeim. Rætt er við íbúa um þeirra upplifun af því að búa við mikla ofanflóðahættu sem og vísindamenn um hvað sé hægt að gera í hættunni. Þáttinn má sjá hér fyrir neðan:
Kompás Náttúruhamfarir Ísafjarðarbær Múlaþing Almannavarnir Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Sjá meira