Innlent

Grunaður um að hafa kveikt í bíl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Um klukkan tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um eignaspjöll í anddyri hótels í miðbænum en nokkrum klukkustundum fyrr eða klukkan 21:30 hafði verið tilkynnt um rúðubrot í skóla í hverfi 108.

Klukkan sex í gærkvöldi var síðan tilkynnt um þjófnað í fjölbýlishúsi í Árbæ. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum og þá var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp, annað í Hafnarfirði og hitt í Grafarvogi.

Í Hafnarfirði urðu engin meiðsli á fólki og lítið tjón og Grafarvogi voru minniháttar meiðsli en ekki vitað um tjón.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×