„Vandræðagemsinn“ segist ekki hafa gert neitt rangt Anton Ingi Leifsson skrifar 2. febrúar 2021 07:01 Kjartan Henry Finnbogason er orðinn leikmaður Esbjerg. mynd/esbjerg Kjartan Henry Finnbogason segist ekki hafa gert neitt rangt er hann rifti samningi sínum við danska úrvaldsdeildarliðið Horsens um helgina af persónulegum ástæðum. Málið hefur vakið mikið umtal í Danmörku en þegar Kjartan virtist vera á heimleið, þá samdi hann við Esbjerg í dönsku B-deildinni. Kjartan Henry gekk á ný í raðir Horsens í október eftir dvöl hjá Vejle, sem hann hjálpaði upp í deild þeirra bestu, en samningi hans við Horsens var rift um helgina. Þá sögðu Horsens menn að það hafi verið vegna persónulegra ástæðna og Kjartan vildi heim. Það skaut því skökku við er Kjartan samdi við Esbjerg í gær en Kjartan gerði upp ferlið í samtali við bold.dk. „Ég segi hundrað prósent sannleikann þegar ég segi að ég talaði við þjálfarann og fannst ég ekki vera sá fyrsti í byrjunarliðið. Það hefur Niels Erik [framkvæmdastjóri Horsens] einnig sagt. Því hafði ég áhuga á því að fara aftur til Íslands og við vorum tilbúin í það,“ sagði Kjartan Henry. Hann hefur sagt upp íbúðinni í Danmörku. „Það er enn á dagskránni, því við höfum ekki neinn stað til að búa á eftir tvo og hálfan mánuð en mér finnst ég vera í góðu formi. Svo kom Esbjerg þar sem mér finnst krafta minna vera óskað og með þjálfara sem ég þekki og lengra er það ekki.“ „Fólk verður að skilja að ég hélt að ferli mínum í Danmörku væri lokið, því ég var ekki í plönunum hjá Horsens. Ég vildi fara heim til Íslands þar sem fjölskylda mín er og sérstaklega í þessum faraldri. Svo fékk ég þennan möguleika sem mér fannst spennandi og svona er þetta.“ Kjartan Henry er ofarlega á lista yfir þá leikmenn sem stuðningsmenn Horsens halda upp á. Það sást bersýnilega er Kjartan kvaddi félagið um helgina en hann vonar að þetta setji ekki svartan blett á tíma sinn hjá félaginu. „Ég elskar Horsens. Þetta hefur verið mitt félag í Danmörku og ég er með frábærar minningar þaðan. Ég vona ekki að það eru einhverjar slæmar tilfinningar í spilunum þar. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt rangt.“ „Ég skil að þetta hefur vakið athygli en Horsens vissi að ég hefði ekki neinn samning á Íslandi og ég sagði það líka þegar við riftum samningnum. En ég sagði líka að ég myndi segja upp húsaleigusamningnum og fara heim, ef við myndum rifta.“ 🗓️ Lørdag - Horsens og Kjartan Finnbogason ophæver samarbejdet, da angriberen ønsker at flytte hjem til Island.🗓️ Mandag - Islændingen underskriver en kontrakt med Esbjerg, der gælder resten af sæsonen. pic.twitter.com/gpD5K491Md— bet365 DK (@bet365_dk) February 1, 2021 „Á þeim tímapunkti fannst mér það réttur tímapunktur að snúa aftur heim því mér fannst krafta minna ekki hundrað prósent óskað í Horsens. Svo fékk ég tilboðið frá Esbjerg og mér fannst það spennandi, því ég vissi heldur ekki hvað ég ætlaði að gera frá febrúar, mars og apríl þegar tímabilið er ekki byrjað á Íslandi.“ Framherjinn knái segir að það hafi ekki bara verið lið í fyrstu deildinni sem vildu fá hann. „Ég fékk líka fyrirspurnir frá liðum í úrvalsdeildinni en ég hefði aldrei getað það í sambandi við Horsens. Svo nú er ég í annarri deild en Horsens og reyni að leggja mitt af mörkum með mína reynslu, þar sem ég get hjálpað Ólafi Kristjánssyni [þjálfara Esbjerg] og finnst krafta minna hundrað prósent óskað.“ „Svona er þetta. Þetta breytist hratt í fótboltanum en þetta var ekki í umræðunni þegar ég rifti samningnum við Horsens. Nú er planið að ég verði þarna fram á sumar en ég hafði einnig önnur plön fyrir nokkrum dögum. Nú mun ég gera allt til þess að hjálpa Esbjerg og svo flyt ég til Íslands,“ sagði Kjartan sem sló á létta strengi að endingu. „Þá getiði losnað við mig. „Vandræðagemsann“ (e. trouble maker),“ sagði Kjartan að endingu með bros á vör. 🎥 Se det første interview med Kjartan Finnbogason her:https://t.co/2DQQlh5BJU— Esbjerg fB (@EsbjergfB) February 1, 2021 Danski boltinn Tengdar fréttir Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan ekki til Íslands strax en ætlar upp með Ólafi Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur fundið sér nýtt félag í Danmörku. Hann skrifaði undir samning við Esbjerg og gildir samningurinn út yfirstandandi leiktíð. 1. febrúar 2021 09:18 Þakka Kjartani fyrir: „Verður alltaf í okkar gulu hjörtum“ Kjartan Henry Finnbogason er án félags eftir að framherjinn og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Stuðningsmenn Horsens þökkuðu Kjartani fyrir hans framlag. 31. janúar 2021 09:01 Kjartan Henry á heimleið Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum. 30. janúar 2021 15:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Kjartan Henry gekk á ný í raðir Horsens í október eftir dvöl hjá Vejle, sem hann hjálpaði upp í deild þeirra bestu, en samningi hans við Horsens var rift um helgina. Þá sögðu Horsens menn að það hafi verið vegna persónulegra ástæðna og Kjartan vildi heim. Það skaut því skökku við er Kjartan samdi við Esbjerg í gær en Kjartan gerði upp ferlið í samtali við bold.dk. „Ég segi hundrað prósent sannleikann þegar ég segi að ég talaði við þjálfarann og fannst ég ekki vera sá fyrsti í byrjunarliðið. Það hefur Niels Erik [framkvæmdastjóri Horsens] einnig sagt. Því hafði ég áhuga á því að fara aftur til Íslands og við vorum tilbúin í það,“ sagði Kjartan Henry. Hann hefur sagt upp íbúðinni í Danmörku. „Það er enn á dagskránni, því við höfum ekki neinn stað til að búa á eftir tvo og hálfan mánuð en mér finnst ég vera í góðu formi. Svo kom Esbjerg þar sem mér finnst krafta minna vera óskað og með þjálfara sem ég þekki og lengra er það ekki.“ „Fólk verður að skilja að ég hélt að ferli mínum í Danmörku væri lokið, því ég var ekki í plönunum hjá Horsens. Ég vildi fara heim til Íslands þar sem fjölskylda mín er og sérstaklega í þessum faraldri. Svo fékk ég þennan möguleika sem mér fannst spennandi og svona er þetta.“ Kjartan Henry er ofarlega á lista yfir þá leikmenn sem stuðningsmenn Horsens halda upp á. Það sást bersýnilega er Kjartan kvaddi félagið um helgina en hann vonar að þetta setji ekki svartan blett á tíma sinn hjá félaginu. „Ég elskar Horsens. Þetta hefur verið mitt félag í Danmörku og ég er með frábærar minningar þaðan. Ég vona ekki að það eru einhverjar slæmar tilfinningar í spilunum þar. Mér finnst ég ekki hafa gert neitt rangt.“ „Ég skil að þetta hefur vakið athygli en Horsens vissi að ég hefði ekki neinn samning á Íslandi og ég sagði það líka þegar við riftum samningnum. En ég sagði líka að ég myndi segja upp húsaleigusamningnum og fara heim, ef við myndum rifta.“ 🗓️ Lørdag - Horsens og Kjartan Finnbogason ophæver samarbejdet, da angriberen ønsker at flytte hjem til Island.🗓️ Mandag - Islændingen underskriver en kontrakt med Esbjerg, der gælder resten af sæsonen. pic.twitter.com/gpD5K491Md— bet365 DK (@bet365_dk) February 1, 2021 „Á þeim tímapunkti fannst mér það réttur tímapunktur að snúa aftur heim því mér fannst krafta minna ekki hundrað prósent óskað í Horsens. Svo fékk ég tilboðið frá Esbjerg og mér fannst það spennandi, því ég vissi heldur ekki hvað ég ætlaði að gera frá febrúar, mars og apríl þegar tímabilið er ekki byrjað á Íslandi.“ Framherjinn knái segir að það hafi ekki bara verið lið í fyrstu deildinni sem vildu fá hann. „Ég fékk líka fyrirspurnir frá liðum í úrvalsdeildinni en ég hefði aldrei getað það í sambandi við Horsens. Svo nú er ég í annarri deild en Horsens og reyni að leggja mitt af mörkum með mína reynslu, þar sem ég get hjálpað Ólafi Kristjánssyni [þjálfara Esbjerg] og finnst krafta minna hundrað prósent óskað.“ „Svona er þetta. Þetta breytist hratt í fótboltanum en þetta var ekki í umræðunni þegar ég rifti samningnum við Horsens. Nú er planið að ég verði þarna fram á sumar en ég hafði einnig önnur plön fyrir nokkrum dögum. Nú mun ég gera allt til þess að hjálpa Esbjerg og svo flyt ég til Íslands,“ sagði Kjartan sem sló á létta strengi að endingu. „Þá getiði losnað við mig. „Vandræðagemsann“ (e. trouble maker),“ sagði Kjartan að endingu með bros á vör. 🎥 Se det første interview med Kjartan Finnbogason her:https://t.co/2DQQlh5BJU— Esbjerg fB (@EsbjergfB) February 1, 2021
Danski boltinn Tengdar fréttir Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. 1. febrúar 2021 11:31 Kjartan ekki til Íslands strax en ætlar upp með Ólafi Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur fundið sér nýtt félag í Danmörku. Hann skrifaði undir samning við Esbjerg og gildir samningurinn út yfirstandandi leiktíð. 1. febrúar 2021 09:18 Þakka Kjartani fyrir: „Verður alltaf í okkar gulu hjörtum“ Kjartan Henry Finnbogason er án félags eftir að framherjinn og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Stuðningsmenn Horsens þökkuðu Kjartani fyrir hans framlag. 31. janúar 2021 09:01 Kjartan Henry á heimleið Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum. 30. janúar 2021 15:56 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn. 1. febrúar 2021 11:31
Kjartan ekki til Íslands strax en ætlar upp með Ólafi Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason hefur fundið sér nýtt félag í Danmörku. Hann skrifaði undir samning við Esbjerg og gildir samningurinn út yfirstandandi leiktíð. 1. febrúar 2021 09:18
Þakka Kjartani fyrir: „Verður alltaf í okkar gulu hjörtum“ Kjartan Henry Finnbogason er án félags eftir að framherjinn og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens komust að samkomulagi um að rifta samningnum. Stuðningsmenn Horsens þökkuðu Kjartani fyrir hans framlag. 31. janúar 2021 09:01
Kjartan Henry á heimleið Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið. Kjartan og danska úrvalsdeildarfélagið Horsens hafa komist að samkomulagi um að rifta samningnum. 30. janúar 2021 15:56