Fótbolti

Molde staðfestir komu Björns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn Bergmann í leik með Molde á sínum tíma.
Björn Bergmann í leik með Molde á sínum tíma. heimasíða molde

Björn Bergmann Sigurðarson er genginn í raðir Molde frá Lillestrøm. Þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag.

Skagamaðurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við Molde en hann kemur til félagsins frá Lillestrøm sem hann hjálpaði upp í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Vísir greindi frá þessu á dögunum en þá sagði Björn að hann hefði fengið samningstilboð frá Molde sem hann gat ekki hafnað.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Björn leikur með félaginu því hann spilaði þar einnig 2014, 2016 og 2017.

Að auki hefur hann meðal annars leikið með Wolves og FCK í atvinnumennskunni.

Ole Erik Stavrum, framkvæmdastjóri Molde, segir að þegar framherjinn er í formi sé hann einn besti framherji í Noregi.


Tengdar fréttir

Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala

Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×