Innlent

Bein útsending: Auknar kröfur í útboðum á malbikun hjá Vegagerðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Morgunfundurinn er hluti fundaraðar Vegagerðarinnar sem haldin verður í vetur og vor og lýkur með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi.
Morgunfundurinn er hluti fundaraðar Vegagerðarinnar sem haldin verður í vetur og vor og lýkur með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin boðar til morgunfundar þar sem kynntar verða auknar kröfur og hertar reglur í útboðum malbiks- og klæðingaframkvæmda. Fundurinn hefst klukkan 9, stendur til 10:15 og verður í opnu streymi.

Í tilkynningu vegna fundarins kemur fram að Vegagerðin ætli að kynna stórauknar kröfur til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lagt er út malbik og klæðing. Gerðar verði ýmsar nýjar kröfur og aðrar auknar til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni framkvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum.

Skemmst er að minnast banaslyss á Kjalarnesi á síðasta ári þar sem hjón á mótorhjólum létust. Í ljós kom að malbik á vegakaflanum og víðar hafði ekki verið lagt samkvæmt réttri uppskrift.

Frummælendur verða Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar, Pétur Pétursson hjá PP ráðgjöf og Birkir Hrafn Jóakimsson verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.

Morgunfundurinn er hluti fundaraðar sem haldin verður í vetur og lýkur í vor með ráðstefnu um yfirlagnir á Íslandi. Á fundunum sem fylgja í kjölfar þessa fyrsta fundar verður fjallað um vetrarþjónustu, bikblæðingar og þjóðvegi á hálendi Íslands.

Á ráðstefnunni verður fjallað heildstætt um yfirlagnir og bundið slitlag þar sem erlendir sérfræðingar verðar einnig fegnir til að fjalla um málefnið út frá sínu sjónarhorni og með áherslu á hvort að framkvæmdum á Íslandi sé háttað á annan hátt en annarsstaðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×