Innlent

Ekki með virka COVID-sýkingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Betur fór en á horfðist í máli eins skipverja á línubátnum Fjölni GK sem greindist með kórónuveiruna í seinni skimun eftir að hafa verið í útlöndum. Niðurstaða mótefnamælingar sýnir að um gamalt smit er að ræða.
Betur fór en á horfðist í máli eins skipverja á línubátnum Fjölni GK sem greindist með kórónuveiruna í seinni skimun eftir að hafa verið í útlöndum. Niðurstaða mótefnamælingar sýnir að um gamalt smit er að ræða. vísir/vilhelm

Skipverjinn sem fékk jákvæða niðurstöðu úr seinni skimun reyndist ekki vera með virka COVID-sýkingu.

Beðið var milli vonar og ótta eftir niðurstöðunni í morgun því níu áhafnarmeðlimir Fjölnis GK þurftu ýmist að sæta sóttkví eða einangrun um borð í skipinu vegna málsins.

MBL.is greinir frá niðurstöðu mótefnamælingarinnar sem barst um hádegisbil.

Umræddur skipverji braut gegn reglum um sóttkví því hann mætti til vinnu áður en niðurstaða lá fyrir úr seinni skimun en hann hafði nýlega verið í útlöndum. Í gærmorgun ákvað skipverjinn að fara með félaga sínum í leigubíl frá Keflavík og að skipinu þar sem það lá við bryggju í Grindavík.

„Hann er ekki búin að fá niðurstöðu úr seinni skimuninni og hann er bara rétt kominn um borð þegar smsið kemur að hann eigi ekki að vera þarna. Sem betur fer var hann ekki búinn að heilsa öllum, hann var bara búinn að heilsa tveimur úr áhöfninni og þá var honum náttúrulega bara snúið við og frá borði,“ útskýrir Aðalsteinn Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri Fjölnis GK.

Nú þegar niðurstaðan liggur fyrir er því ekkert til fyrirstöðu að leggja úr höfn enda segir Aðalsteinn að sé mokveiði um þessar mundir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.