Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um lokunarstyrk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2021 20:44 Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hefur þurft að loka starfsemi sinni í um 16 vikur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Aðsend/Rán Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu. RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
RÚV greinir frá þessu. Lokunarstyrkir hafa verið veittir frá því í vor, þegar fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reið hér yfir. Styrkina geta þeir sem hafa þurft að loka eða hætta starfsemi vegna faraldursins hlotið.Ljósmyndari hafði betur gegn ríkisskattstjóra Rán segir í samtali við fréttastofu að málinu sé þó enn ekki lokið. Málinu verði nú vísað aftur til ríkisskattstjóra til afgreiðslu og sé það alfarið í höndum hans hver niðurstaðan verði, þó að yfirskattanefnd samþykki rök Ránar. Hún segir þó að ákveði ríkisskattstjóri aftur að synja umsókn hennar muni hún kæra málið til yfirskattanefndar aftur. Rán sótti fyrst um styrk í ágúst og hafnaði ríkisskattstjóri umsókninni í kjölfarið. Rökin voru þau að hún gæti haldið starfi sínu áfram í einhverri mynd og aðlagað sig að hertum sóttvörnum. Rán hefur tvisvar lokað starfsemi sinni vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Hún var með lokað í sjö til átta vikur í fyrstu bylgjunni og í svipað langan tíma nú í þriðju bylgjunni. Rán sagði í Bítinu á Bylgjunni í desember að faraldurinn hafi kollvarpað rekstrinum. „Ég bara taldi mig, það var skýrt í mínum eyrum, hverjir ættu að loka. Ef þú getur ekki haldið með neinu móti þessari tveggja metra fjarlægð þá megirðu ekki starfa. Það var fyrir mér mjög skýrt,“ sagði Rán Mikla nálægð og snertingu þarf í starfi Ránar.Aðsend/Rán Þar sem hún sérhæfi sig í nýburaljósmyndun geti hún ekki farið eftir sóttvarnareglum. Hún þurfi að snerta börnin og halda á þeim við sína vinnu. Í kjölfar þess að ríkisskattstjóri synjaði umsókn hennar um lokunarstyrk kærði hún það til yfirskattanefndar. Í kæru sinni sagði hún að hún hafi sótt um 800 þúsund krónur í styrk. Yfirskattanefnd leitaðist til heilbrigðisráðuneytisins eftir umsögn, sem sagði að þrátt fyrir sérhæfingu Ránar hlyti hún að geta aðlagað sig að sóttvarnareglum. Í svari Ránar við umsögninni sagði hún ljóst að afstaða ríkisskattstjóra og heilbrigðisráðuneytisins lýsti vanþekkingu á störfum við sérhæfða ljósmyndun. Yfirskattanefnd tók undir þessi rök og taldi víst að hún gæti ekki aðlagað sig að sóttvarnareglum og haldið starfsemi sinni áfram. Hún ætti því rétt á lokunarstyrk.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Skattar og tollar Ljósmyndun Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira