Jökull, sem er 19 ára gamall og uppalinn hjá Aftureldingu, kom fyrst til enska knattspyrnufélagsins Reading árið 2017. Hann var lánaður til Exeter til skamms tíma í fyrrahaust og stóð sig vel. Fyrr í þessum mánuði fór hann svo á sjö daga neyðarláni til Morecambe, sem líkt og Exeter leikur í ensku D-deildinni.
THE ICEMAN COMETH
— Exeter City FC (@OfficialECFC) January 29, 2021
Exeter City is delighted to welcome back @JokullAndresson on loan from @ReadingFC for the rest of the season!#ECFC #OneGrecianGoal pic.twitter.com/ZOVLiShzQo
Nú er Jökull svo kominn aftur til Exeter en svo skemmtilega vill til að hann lék gegn Exeter með Morecambe á þriðjudagskvöld.
Matt Taylor, stjóri Exeter, fór ekki leynt með ánægju sína yfir því að geta teflt Jökli fram frá og með leiknum við Carlisle United á morgun.
„Við erum algjörlega í skýjunum með að geta boðið Jökul velkominn aftur og hann er leikmaður sem að við þekkjum vel. Við reyndum að fá hann fyrr í þessum mánuði en þurftum að bíða. Hann hafði jákvæð áhrif á okkur síðast þegar hann var hér og það er algjörlega frábært að hann sé kominn aftur,“ sagði Taylor.