Innlent

Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Bíllinn er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Bíllinn er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Foto: Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

Meðal annars er verið að kanna hvort að málið tengist öðrum frá því í síðustu viku. Þá voru unnar skemmdir á húsnæði Samfylkingarinnar í Sóltúni í Reykjavík. 

Bifreiðin, sem varð fyrir skemmdum, er í eigu borgarstjóra og fjölskyldu hans en málið kom upp um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að skotið hafi verið fleiri en einu skoti á bílinn og að notaður hafi verið riffill. 

Ekki hefur náðst í borgarstjóra vegna málsins og lögreglan vill ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 


Tengdar fréttir

Telja að skotið hafi verið á skrifstofur Samfylkingarinnar

Starfsfólk skrifstofu Samfylkingarinnar gerði lögregu viðvart í morgun þegar það mætti til vinnu og sá göt á gluggarúðum húsnæðisins við Sóltún 26, sem virðast vera eftir byssukúlur. Tæknideild lögreglu rannsakar nú málið.

Skotið á skrifstofur þriggja flokka og SA á einu ári

Lögregla telur að skotið hafi verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og nú Samfylkingarinnar á einu ári. Talið er að notast hafi verið við loftriffil í öllum tilvikum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.