„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 09:24 Efling skorar á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar um styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Vilhelm Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira
Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Sjá meira