„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 09:24 Efling skorar á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar um styttingu vinnuvikunnar. Vísir/Vilhelm Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu. Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Eitt veigamesta ákvæði samningsins felur í sér skuldbindingu Kópavogsbæjar um að eiga samráð við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar um allt að 4 tíma á viku miðað við 40 stunda vinnuviku. Í könnun meðal Eflingarfélaga hjá Kópavogsbæ segir ríflega helmingur aðspurðra að stytting vinnuvikunnar hafi ekki verið innleidd á þeirra vinnustað. Langflestir þeirra sem hafa fengið styttingu hafa einungis fengið lágmarksstyttingu og aðeins örfáir starfsmenn hafa fengið 2-4 klukkustundir á viku. Því miður hafi vinnubrögð Kópavogsbæjar við samráð um styttinguna hjá félagsfólki Eflingar verið með öllu óboðleg. „Þrýst hefur verið að Eflingarfélaga í grunnskólum að samþykkja að stytting vinnuvikunnar felist í því einu að þeir fái áfram greitt fyrir vinnu í skólafríum í tengslum við vetrarfrí og stórhátíðir. Útfærslan leiðir ekki til neinnar styttingar frá því sem nú þegar er.“ Sé litið til tilkynningar um styttingu opnunartíma bæjarskrifstofa Kópavogs, þar sem flestir starfsmenn tilheyri stéttarfélögum faglærðra, megi ætla að Kópavogsbær mismuni starfsfólki eftir stéttarfélagsaðild og sé óásættanlegt að þar beri verka- og láglaunafólk skarðastan hlut frá borði. „Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta þegar ég sá niðurstöður Kópavogsbæjar vegna styttingar vinnuvikunnar. Ómissandi starfsfólk í heimaþjónustu sem hefur starfað undir miklu álagi í Covid-faraldrinum fær algjöra lágmarksstyttingu. Og fólkið okkar í grunnskólunum sem er líka algjörlega ómissandi starfsfólk er í þeirri óboðlegu stöðu að fá í raun enga styttingu eftir að hafa orðið fyrir þrýstingi frá fulltrúum Kópavogsbæjar. Hverjir fá svo raunverulega styttingu vinnuvikunnar? Jú, starfsfólk bæjarskrifstofunnar en þar hefur verið ákveðið að einfaldlega loka alltaf kl. 13 á föstudögum. Það er augljóst að gæðunum er verulega misskipt í Kópavogsbæ” segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningu.
Kópavogur Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira