Innlent

Rólegt og kalt veður næstu daga

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er spáð björtu en köldu veðri í höfuðborginni í dag.
Það er spáð björtu en köldu veðri í höfuðborginni í dag. Vísir/Vilhelm

Það er útlit fyrir rólegt og kalt veður á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag er spáð austlægri átt, golu eða kalda og víða léttskýjuðu veðri. Þó verður að mestu skýjað austanlands og sums staðar lítilsháttar él á þeim slóðum.

„Frost frá 1 stigi syðst á landinu, allt niður í 15 stig eða þar um kring í innsveitum á Norður- og Austurlandi. Algengar frosttölur á bilinu 4 til 8 stig.

Litlar breytingar heilt yfir til morguns, en snjóað gæti við norðurströndina síðdegis, úr éljabökkum sem verða þar á sveimi,“ segir í hugleiðingunum.

Veðurhorfur á landinu:

Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s í dag og víða léttskýjað, en skýjað að mestu austanlands og sums staðar dálítil él. Frost 1 til 15 stig, kaldast í innsveitum á Norður- og Austurlandi.

Áfram hægur vindur á morgun með þurru og köldu veðri, en norðaustan 5-10 með norðurströndinni seinnipartinn og líkur á éljum þar.

Á föstudag:

Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en norðaustan 5-10 m/s með norðurströndinni og líkur á éljum þar. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á laugardag:

Norðlæg átt 3-10. Lítilsháttar él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag:

Austlæg átt 3-8, en 8-13 með suðurströndinni. Víða bjartviðri og frost 2 til 15 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×