Fótbolti

Börsungar áfram í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann, Alba og félagar gátu fagnað í kvöld.
Griezmann, Alba og félagar gátu fagnað í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA

Barcelona er komið áfram í Copa del Rey eftir 2-1 sigur á Rayo Vallecano á útivelli í kvöld.

Það voru heimamenn í Rayo Vallecano sem komust yfir á 63. mínútu en Lionel Messi jafnaði sjö mínútum síðar.

Það var svo Hollendingurinn Frenkie de Jong sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok en Hollendingurinn hefur verið drjúgur að undaförnu.

Börsungar eru þar af leiðandi komnir í átta liða úrslit keppninnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.