Innlent

Úti­vistar­fólk varað við fjalla­ferðum vegna snjó­flóða­hættu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mikil snjókoma hefur verið á norðanverðu landinu undanfarna daga.
Mikil snjókoma hefur verið á norðanverðu landinu undanfarna daga. Stöð 2

Talsverð snjókoma hefur verið á norðurhluta landsins undanfarna daga og enn er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi.

Á þeim svæðum hafa fallið breið flekaflóð undanfarna daga og segir í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að flóðinn gefi vísbendingar um viðvarandi veik snjólög. Varað er við ferðum í brattlendi eða undir bröttum hlíðum þar sem snjór hefur safnast.

Minna hefur snjóað á sunnanverðu landinu en þrátt fyrir það eru sums staðar óstöðugir vindflekar í suðurvísandi hlíðum sem geta verið varasamir fyrir fólk á ferð í brattlendi.

Mikið hefur snjóað víða um land undanfarna daga og ljóst að margir hugsa sér gott til glóðarinnar varðandi útivist. Í...

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Wednesday, January 27, 2021

Þá er útivistarfólk hvatt til þess að fara varlega næstu daga ef það fer til fjalla og gæta vel að aðstæðum áður en haldið er af stað.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er talin mikil hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum, töluverð hætta á utanverðum Tröllaskaga en nokkur hætta á Suðvesturhorni landsins.


Tengdar fréttir

Árvekni drengs á Hofsósi varð til þess að sprungan uppgötvaðist

Árvekni ungs drengs á Hofsósi varð til þess að stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við Veðurstofuna lokað hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu.

Krapaflóðið lokar enn hringveginum

Hringvegurinn milli Mývatns og Egilsstaða er enn lokaður þar sem krapastífla flæðir yfir veginn við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.