Fótbolti

Bikarsigur hjá Al Arabi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Einar fyrr á leiktíðinni.
Aron Einar fyrr á leiktíðinni. Simon Holmes/Getty Images

Heimir Hallgrímsson stýrði lærisveinum sínum til sigurs í Crown Prince bikarnum í Katar í dag er liðið vann 2-1 sigur á Umm-Salal.

Aron Einar Gunnarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í byrjunarlið Al Arabi sem komst yfir á 28. mínútu en gestirnir jöfnuðu átta mínútum síðar.

Sigurmark Al Arabi kom úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok en það kom úr vítaspyrnu. Lokatölur 2-1.

Leikurinn var liður í sextán liða úrslitum keppninnar en Al Arabi mætir Al Sailiya í átta liða úrslitunum.

Aron Einar leikur eins og áður segir með Al Arabi. Heimir þjálfar liðið og honum til aðstoðar eru þeir Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.