Fótbolti

Glæsi­leg vippa Hákons er hann skoraði fyrir aðal­lið FCK í stór­sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson er hann gekk í raðir FCK.
Hákon Arnar Haraldsson er hann gekk í raðir FCK. Mynd/FCK.DK

Hákon Arnar Haraldsson var á skotskónum fyrir aðallið FCK sem vann 6-1 stórsigur á AGF er liðin mættust í síðasta æfingaleik áður en danska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir jólahlé.

Það er iðulega gert hátt í tveggja mánaða hlé á danska boltanum yfir jólin og janúar en vegna kórónuveirunnar hófst deildin síðar svo til þess að ná að klára bæði deild og bikar var hléið bara rúmlega mánuður.

FCK hafði lent í vandræðum með B-deildarliðin Helsingør og Hvidovre en þeir voru hins vegar í stuði er þeir mættu AGF í dag. Leiknar voru þrisvar sinnum fjörutíu og fimm mínútur svo allir leikmenn fengu nægan spiltíma.

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í leikmannahópi FCK í dag og hann var meira en bara í leikmannahópi liðsins því hann skoraði eitt marka liðsins með glæsilegri vippu. Hákon skoraði sjötta mark leiksins.

Jón Dagur Þorsteinsson lék með AGF en deildin hefst í næstu viku. AGF mætir Vejle á útivelli á þriðjudaginn en daginn eftir spilar FCK við Álaborg á útivelli.

Mark Hákons sem og öll önnur má sjá hér að neðan. Mark Hákons má sjá eftir rétt rúmar sex mínútur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.