Þessar tölur komu í ljós í gær er French football gaf út sitt árlega þóknunarblað en andlit Klopp má finna víðs vegar í auglýsingum; þá sér í lagi í heimalandinu, Þýskalandi.
Hinn 53 ára Klopp samdi nú síðast við Snickers í sumar en hann er einnig andlit VR bankans í Þýskalandi sem og fjármálafyrirtækisins Deutsche Vermögensberatung.
Hann er einnig andlit Opel sem og Sky í Þýskalandi en kemur einnig fyrir í auglýsingum fyrir þýska bjórinn Erdinger Weißbräu.
Þrátt fyrir að vera mikið í auglýsingum þá vill sá þýski ekki vera mikið í sviðsljósinu á Englandi. Hann hefur til að mynda marg oft neitað að koma fram í enskum þáttum á borð, til að mynda The Graham Norton Show á BBC.
Sá þýski lætur þó skilding renna í góðgerðarmál. Hann hefur stutt verkefni í Liverpool borg, þýska bænum Erfurt sem og Höfðaborg í Suður Afríku. Hann er einnig hluti af samtökunum Common Goal en Rúnar Alex Rúnarsson er einnig hluti af þeim samtökum.
REVEALED: Jurgen Klopp is raking in £6.7m PER YEAR through commercial deals https://t.co/TAxK3EZwCB
— MailOnline Sport (@MailSport) January 27, 2021