Ragnar segir Hamrén sinn besta þjálfara á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:31 Ragnar Sigurðsson segir Kára Árnason sinn besta félaga í vörninni enda hafa þeir marga hildi háð saman og fagnað fræknustu sigrum í sögu íslenska landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson segir að Erik Hamrén sé besti þjálfari sem hann hafi haft á sínum ferli. Ragnar er að hefja sitt fjórtánda ár sem atvinnumaður í fótbolta. Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hamrén náði að sannfæra Ragnar um að hætta við að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir HM 2018. Ragnar lék svo undir stjórn Svíans í tvö ár í landsliðinu, áður en Hamrén ákvað að láta gott heita þegar ljóst varð að Ísland kæmist ekki í lokakeppni EM. Ragnar, sem er nýorðinn leikmaður Rukh Lviv í Úkraínu, bauð fylgjendum sínum á Instagram upp á að senda inn spurningar í gær sem hann svo svaraði. Ein spurningin var um það hver væri besti þjálfari sem hann hefði haft, og þrátt fyrir til að mynda árangur landsliðsins undir stjórn Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar var svarið Hamrén. „Búinn að vera með marga góða þjálfara en þeir eru allir ólíkir… En Erik Hamrén er í 1. sæti hingað til,“ skrifaði Ragnar. Luka Kostic gerði mikið á einum klukkutíma fyrir feril Ragnars Aðspurður hvert besta ráðið væri sem hann hefði fengið á sínum ferli rifjaði Ragnar upp kynni af þjálfaranum virta Luka Kostic. Luka þjálfaði meðal annars U17- og U21-landslið Íslands á árum áður. „Var einu sinni kallaður á varnaræfingu ásamt Guðmanni Þóris og Kára Ársæls hjá Luka Kostic. Tók ca klukkutíma. Besta æfing sem ég nokkurn tímann fór á. Það sem hann kenndi okkur þar á þessum stutta tíma gerði mjög mikið fyrir minn feril,“ skrifaði Ragnar. Ragnar sagði jafnframt að rússneski landsliðsmaðurinn Marat Izmailovi, sem lék með honum hjá Krasnodar, væri besti leikmaður sem hann hefði spilað með. Ekki þarf að koma á óvart að Kári Árnason er hins vegar sá sem hann hefur best kunnað við í miðvarðapari: „Ef ég þyrfti að velja bara einn þá myndi ég velja morðingjann með brjálæðisglampann í augunum, Kára Árnason,“ skrifaði Ragnar.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira