Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 11:18 Þúsundir Nýsjálendinga sóttu tónleika í Hastings um helgina. Getty/Kerry Marshall Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland. Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Konan yfirgaf farsóttahúsið þann 13. janúar. Þann 15. fann hún fyrir einkennum og greindist smituð þann 22. janúar. Enginn í nærumhverfi konunnar sem greindist smituð á sunnudaginn hefur greinst smitaður og fólkið sem greindist smitað í dag lauk nýverið tveggja vikna sóttkví og fóru í tvær skimanir sem sýndu ekki fram á smit. Þau sýna ekki einkenni og er óljóst hvort að um gömul smit sé að ræða. Ráðamenn í Nýja Sjálandi segja þó vísbendingar um að fólkið hafi smitast undir lok sóttkvíarinnar. Þó það sé ekki ljóst er tekið á málinu eins og um staðfest smit sé að ræða. Samkvæmt frétt New Zealand Herald hafa fjölskyldumeðlimir fólksins verið skikkaðir í sóttkví og skimun. Þá stendur smitrakning yfir og er þegar búið að setja upp skimunarstöðvar vegna smitanna. Konan sótti þó um 30 staði á dögunum eftir að hún kláraði sóttkví og hafa þeir sem sóttu það steinni einnig verið beðnir um að mæta í skimun. Segir íbúa Auckland geta sigrað Covid-19 Phil Goff, borgarstjóri Auckland, hvetur íbúa til að fara varlega. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu vonast til að skilja Covid-19 eftir í 2020 en raunveruleikinn væri sá að það væri alltaf hætta á nýjum faraldri í landinu. Auckland væri hliðið að Nýja-Sjálandi. Af öllum íbúum landsins vissu þeir best hvernig ætti að sigra nýju kórónuveiruna, samkvæmt Goff, þar sem þeir hefðu gert það ítrekað áður. Tilkynnti að landamærin yrðu ekki opnuð Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tilkynnti í vikunni að mögulega yrði landamærum landsins lokað út árið 2021. Þeim var lokað í mars og sagði hún að þau yrðu ekki opnuð aftur fyrr en búið væri að bólusetja og verja Nýsjálendinga. Þessi lokun landamæra og landafræðileg einangrun Nýja-Sjálands hefur gert Nýsjálendingum kleift að svo gott sem útrýma veirunni innan landamæra sinna. Hafa þeir getað lifað með nánast eðlilegum hætti. Hér að neðan má til að mynda sjá myndir frá tónleikum sem haldnir voru í Hastings á laugardaginn. Hljómsveitin SIX60 er nú á ferð um landið og heldur laugardagstónleika víða um þessi misseri. Þetta eru stærstu tónleikar sem Nýsjálendingar hafa getað sótt frá upphafi faraldursins. Hljómsveitin SIX60 fer nú um Nýja-Sjáland og heldur tónleika.Getty/Kerry Marshall Þetta eru stærstu tónleikar sem hafa verið haldnir í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins.Getty/Kerry Marshall
Nýja-Sjáland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira