Innlent

Verður hluti af leik­skólanum Brákar­borg

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjavíkurborg keypti húsnæðið í nóvember síðastliðinn en þar hefur meðal annars verslunin Adam og Eva verið til húsa síðustu ár.
Reykjavíkurborg keypti húsnæðið í nóvember síðastliðinn en þar hefur meðal annars verslunin Adam og Eva verið til húsa síðustu ár. já.is

Stefnt er að því að stjórnun og rekstur nýs leikskóla við Kleppsveg 150-152 muni heyri undir leikskólann Brákarborg sem er til húsa í Brákarsundi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með stækkuninni muni Brákarborg rúma 160 til 170 börn í tveimur húsum. Á milli húsanna eru 280 metrar í beinni loftlínu en 360 metra göngu- og akstursleið.

Reykjavíkurborg keypti húsnæðið í nóvember síðastliðinn en þar hefur meðal annars verslunin Adam og Eva verið til húsa síðustu ár. Var það hluti af aðgerðaráætluninni Brúum bolið sem felur í sér fjölgun leikskólarýma í öllum borgarhlutum svo bjóða megi börnum allt frá 12 mánaða aldri vist í leikskólum borgarinnar.

„Á fundi sínum 26. janúar samþykkti skóla- og frístundaráð samhljóða að leita eftir umsögnum foreldraráðs og foreldrafélags Brákarborgar, starfsfólks og íbúaráðs Laugardals um að stækka Brákarborg með þessum hætti,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Leikskólinn Brákarborg tók til starfa 1952, en í leikskólanum geta nú verið 44 börn og því er Brákarborg einn fámennasti leikskóli borgarinnar. Árið 1995 var byggt við leikskólann en þó er starfseminni þröngur stakkur búinn, ekki síst þegar kemur að aðstöðu fyrir starfsfólk, að því er fram kemur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Dagur boðar leikskóla í stað kynlífshjálpartækja

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að kaupa hús við Kleppsveg í Reykjavík. Húsið hefur vakið nokkra athygli undanfarin ár enda bleikt á litinn en þar hefur kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva verði rekin.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×