Erfitt að segja til um hvenær útgöngubanni verður aflétt Sylvía Hall skrifar 25. janúar 2021 22:28 Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. Getty/John Sibley Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir margt benda til þess að baráttan við faraldurinn þar í landi sé að skila árangri en hann telur erfitt að spá fyrir um hvenær útgöngubanni verði aflétt. Aðgerðirnar virðist vera að virka en nú sé ekki rétti tímapunkturinn til að slaka á. Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Faraldurinn var í miklum vexti í Bretlandi í upphafi árs, en undanfarna daga hafa færri smit verið að greinast. Rúmlega 22 þúsund greindust með veiruna þar í landi í gær og hefur talan ekki verið lægri frá því um miðjan desember. Um 60 þúsund smit greindust daglega þegar staðan var hvað verst í byrjun janúar. 37 þúsund liggja á sjúkrahúsi með veiruna og hafa aldrei verið fleiri í öndunarvél frá því að faraldurinn hófst að sögn Hancock, eða alls 4.076. Breska afbrigði veirunnar setti strik í reikninginn, enda dreifðist það hratt um Lundúnaborg og suðausturhluta landsins. Álagið á heilbrigðisstofnanir landsins er því enn gífurlega mikið. Bólusetningar hófust í Bretlandi þann 8. desember síðastliðinn og segir ráðherrann um áttatíu prósent landsmanna yfir áttrætt hafa fengið bólusetningu. Hann skilur að fólk sé orðið langþreytt og vilji fara að horfa til tilslakana. Hann geti þó engu lofað í þeim efnum. „Við verðum að horfa á þær staðreyndir sem eru fyrir hendi og við verðum að fylgjast vel með stöðunni,“ segir Hancock. Við mat á því hvort slaka eigi á aðgerðum horfir ríkisstjórnin til dánartíðni, fjölda fólks á sjúkrahúsum landsins, hvort það séu ný afbrigði veirunnar í umferð og hvernig bólusetningar ganga. „Auðvitað vilja allir fá einhverja tímalínu, en ég held að flestir skilji hvers vegna það er erfitt því það fer allt eftir stöðunni hverju sinni.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ræddi við Biden um næstu skref Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, átti símafund með Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld. Forsætisráðherrann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. 23. janúar 2021 21:36